Þjálfari enska landsliðsins sendi leikmenn sína í herþjálfun um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 08:00 Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins. Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki miklar áhyggjur af því að leikmenn hans séu búnir á því eftir langt og strangt keppnistímabil. Það var í það minnsta ekki boðið upp á rólegar æfingar þegar liðið hittist um helgina fyrir komandi leik við Skotland í undankeppni HM sem fer fram 10. júní næstkomandi. Southgate sendi nefnilega leikmenn sína í æfingabúðir hjá breska sjóhernum og þar var ekkert ókeypis á þessum 48 tímum sem ensku landsliðsmennirnir reyndu að halda velli meðal bresku hermannanna. Tuttugu leikmenn enska landsliðsins voru mættir en þeir Gary Cahill, Eric Dier, Chris Smalling, Jesse Lingard og Marcus Rashford sluppu hinsvegar við þetta mikla ævintýri um helgina. „Við vildum setja strákana í annað umhverfi og fara með þá í kringumstæður sem þeir voru ekki að búast við. Við vildum sýna þeim að það er annar heimur þarna úti,“ sagði Gareth Southgate í viðtali við heimasíðu enska knattspyrnusambandsins. Auk allra æfinganna þá þurftu ensku landsliðsmennirnir að gista í tjöldum eina nótt sem eitthvað sem þessi moldríku menn eru örugglega ekki vanir.Enski landsliðshópurinn á móti Skotum og Frökkum:Markmenn: Jack Butland (Stoke), Fraser Forster (Southampton), Joe Hart (Man City), Tom Heaton (Burnley)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Aaron Cresswell (West Ham), Ben Gibson (Middlesbrough), Phil Jones (Man Utd), Chris Smalling (Man Utd), John Stones (Man City), Kieran Trippier (Tottenham), Kyle Walker (Tottenham)Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham), Eric Dier (Tottenham), Adam Lallana (Liverpool), Jesse Lingard (Man Utd), Jake Livermore (West Brom), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Raheem Sterling (Man City)Framherjar: Jermain Defoe (Sunderland), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Man Utd), Jamie Vardy (Leicester). Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki miklar áhyggjur af því að leikmenn hans séu búnir á því eftir langt og strangt keppnistímabil. Það var í það minnsta ekki boðið upp á rólegar æfingar þegar liðið hittist um helgina fyrir komandi leik við Skotland í undankeppni HM sem fer fram 10. júní næstkomandi. Southgate sendi nefnilega leikmenn sína í æfingabúðir hjá breska sjóhernum og þar var ekkert ókeypis á þessum 48 tímum sem ensku landsliðsmennirnir reyndu að halda velli meðal bresku hermannanna. Tuttugu leikmenn enska landsliðsins voru mættir en þeir Gary Cahill, Eric Dier, Chris Smalling, Jesse Lingard og Marcus Rashford sluppu hinsvegar við þetta mikla ævintýri um helgina. „Við vildum setja strákana í annað umhverfi og fara með þá í kringumstæður sem þeir voru ekki að búast við. Við vildum sýna þeim að það er annar heimur þarna úti,“ sagði Gareth Southgate í viðtali við heimasíðu enska knattspyrnusambandsins. Auk allra æfinganna þá þurftu ensku landsliðsmennirnir að gista í tjöldum eina nótt sem eitthvað sem þessi moldríku menn eru örugglega ekki vanir.Enski landsliðshópurinn á móti Skotum og Frökkum:Markmenn: Jack Butland (Stoke), Fraser Forster (Southampton), Joe Hart (Man City), Tom Heaton (Burnley)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Aaron Cresswell (West Ham), Ben Gibson (Middlesbrough), Phil Jones (Man Utd), Chris Smalling (Man Utd), John Stones (Man City), Kieran Trippier (Tottenham), Kyle Walker (Tottenham)Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham), Eric Dier (Tottenham), Adam Lallana (Liverpool), Jesse Lingard (Man Utd), Jake Livermore (West Brom), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Raheem Sterling (Man City)Framherjar: Jermain Defoe (Sunderland), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Man Utd), Jamie Vardy (Leicester).
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira