Það reyndist erfitt að finna efni til að vinna með Guðný Hrönn skrifar 6. júní 2017 11:15 María hvetur fólk til að endurskoða neysluhegðun sína. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON BRINK María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram. Tíska og hönnun Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram.
Tíska og hönnun Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira