Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Búist er við að Comey staðfesti meintan þrýsting Trump. vísir/epa James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray. Donald Trump Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray.
Donald Trump Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira