Kólerufaraldur í Jemen: Yfir 100 þúsund manns smitaðir og tölur fara hækkandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2017 12:13 Frá sjúkrahúsi í Jemen. Vísir/AFP Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí. Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí.
Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00
Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49
Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38
Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00