Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 19:59 Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey. Donald Trump Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey.
Donald Trump Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira