Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2017 11:45 Trump og Macron á leiðtogafundi NATO á dögunum. Visir/Getty „Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“. Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta: „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
„Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“. Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta: „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37