Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2017 20:00 James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz. Donald Trump Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz.
Donald Trump Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira