Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2017 20:00 James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz. Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz.
Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira