Lögfræðingur Donalds Trump neitar að veita upplýsingar í tengslum við Rússlandsrannsóknina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:54 Donald Trump er nú undir smásjá Bandaríkjaþings vegna meintra tengsla við Rússland. Vísir/AFP Tvær þingnefndir, sem rannsaka meint afskipti Rússlands af bandarískum stjórnmálum, hafa krafið lögfræðing Donalds Trump, Michael Cohen, um upplýsingar um samskipti sín við Rússland. BBC greinir frá. Michael Cohen staðfesti þetta við bandaríska fjölmiðla í dag og sagðist hafa verið beðinn um að „veita upplýsingar og vitnisburð“ um öll samskipti sem hann hafi átt við rússnesk yfirvöld. Cohen sagðist enn fremur hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Í samtali við CNN sagði Cohen að deildir þingsins ættu enn eftir að koma fram með einn einstakan snefil af trúverðugunum sönnunargögnum sem staðfesta téð afskipti Rússa. Þá greindi AP-fréttaveitan frá því í kvöld að Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, myndi afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa. Hann hafði áður synjað beiðninni. Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, er sagður hafa rætt í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Hann sætir nú rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Aðrir aðstoðarmenn Donalds Trump hafa fengið sambærilegar stefnur og lögfræðingurinn en þar á meðal eru Roger Stone, Paul Manafort og Carter Page. Hinir tveir fyrrnefndu eru sagðir hafa samþykkt beiðnina en Page er sagður eiga eftir að svara henni. Donald Trump Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tvær þingnefndir, sem rannsaka meint afskipti Rússlands af bandarískum stjórnmálum, hafa krafið lögfræðing Donalds Trump, Michael Cohen, um upplýsingar um samskipti sín við Rússland. BBC greinir frá. Michael Cohen staðfesti þetta við bandaríska fjölmiðla í dag og sagðist hafa verið beðinn um að „veita upplýsingar og vitnisburð“ um öll samskipti sem hann hafi átt við rússnesk yfirvöld. Cohen sagðist enn fremur hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Í samtali við CNN sagði Cohen að deildir þingsins ættu enn eftir að koma fram með einn einstakan snefil af trúverðugunum sönnunargögnum sem staðfesta téð afskipti Rússa. Þá greindi AP-fréttaveitan frá því í kvöld að Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, myndi afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa. Hann hafði áður synjað beiðninni. Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, er sagður hafa rætt í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Hann sætir nú rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Aðrir aðstoðarmenn Donalds Trump hafa fengið sambærilegar stefnur og lögfræðingurinn en þar á meðal eru Roger Stone, Paul Manafort og Carter Page. Hinir tveir fyrrnefndu eru sagðir hafa samþykkt beiðnina en Page er sagður eiga eftir að svara henni.
Donald Trump Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46
Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28
Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03