Erlent

Hvíta húsið hætt að svara spurningum um Trump og Rússarannsóknina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump og Sean Spicer.
Donald Trump og Sean Spicer. vísir/getty
Hvíta húsið tilkynnti í dag að það væri hætt að svara spurningum fjölmiðla varðandi rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúa forsetans, í Hvíta húsinu í dag þegar hann var spurður út í James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og tilvonandi vitnisburð hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í næstu viku.

Greint var frá því fyrr í dag að Comey, sem Trump rak úr embætti forstjóra FBI, muni staðfesta með vitnisburðinum að forsetinn hafi þrýst á hann að hætta Rússarannsókninni en þegar Spicer var spurður út í sannanir Comey og það hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar sagði hann:

„Við höldum okkur við dagskrá forsetans og öllum spurningum um þetta mál verður beint til lögmannsins Marc Kasowitz.“

Kasowitz hefur lengi verið lögmaður Trump og hefur meðal annast samningagerð fyrir hann og verið skilnaðarlögfræðingurinn hans.


Tengdar fréttir

Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump

James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×