Einn lét lífið á Everest í dag og annar er týndur Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 14:58 Everest fjall. Vísir/AFP Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið. Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið.
Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04