Allir hagnast Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun