Voru Barcelona-menn rændir spænska meistaratitlinum í vetur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2017 23:15 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi. Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi.
Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira