Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 23:27 Jared Kushner og Donald Trump. Vísir/EPA Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55
Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22