Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 23:27 Jared Kushner og Donald Trump. Vísir/EPA Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55
Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22