LeBron skákaði Jordan en var auðmjúkur eftir leik: „Datt aldrei í hug að ég gæti náð Mike“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2017 10:30 LeBron James gæti orðið sá besti frá upphafi. vísir/getty LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan. NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan.
NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30