Þetta eru kvikmyndirnar sem keppa um Gullpálmann í Cannes Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2017 15:30 Nicole Kidman veifar hér til gesta á Cannes ásamt Sofia Coppola og meðleikurum sínum í The Beguiled. Kidman leikur alls í fjórum myndum sem sýndar eru á hátíðinni. vísir/getty Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú sem hæst og verður hinn eftirsótti Gullpálmi afhentur við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Alls keppa 19 kvikmyndir um pálmann og er kvikmyndin Happy End talin líklegust til að vinna ef marka má veðbankana. Það er Austurríkismaðurinn Michael Haneke sem leikstýrir Happy End en hann hefur tvisvar áður hlotið Gullpálmann, annar vegar árið 2009 fyrir The White Ribbon og hins vegar árið 2012 fyrir Amour. Happy End er dramamynd með Isabelle Huppert í aðalhlutverki og gerist í frönsku borginni Calais sem hefur verið einn af miðpunktum flóttamannavandans í Evrópu undanfarin misseri. Hér neðar má sjá stiklu fyrir myndina og svo stiklur fyrir aðrar myndir sem keppa um verðlaunin eftirsóttu á frönsku rívíerunni um helgina. Á meðal leikstjóra sem eiga myndir á hátíðinni eru þau Sofia Coppola, Todd Haynes, Lynne Ramsay og Michel Hazanavicius.The Beguiled eftir Sofia Coppola Nicole Kidman og Colin Farrell fara með aðalhlutverk í þessari mynd sem er byggð á bók Thomas Cullinan frá árinu 1966. Myndin fjallar um hermann norðanmanna í þrælastríðinu sem fær aðhlynningu í stúlknaskóla í Suðurríkjunum.You Were Never Really Here eftir Lynne Ramsay Joaquin Phoenix og Alessandro Nivola fara með aðalhlutverkin í mynd sem byggð er á bók Jonathan Armes. Sagan segir af uppgjafarhermanni sem reynir að bjarga ungri stúlku úr kynlífsþrælkun með skelfilegum afleiðingum. Wonderstruck eftir Todd Haynes Myndin er byggð á bók Brian Selznick en með aðalhlutverk fara þær Julianne Moore og Michelle Williams. Saga ungs drengs í miðvesturríkjunum er sögð á sama tíma og saga ungrar stúlku í New York 50 árum fyrr en þau eru bæði leitandi að einhverjum dularfullum tengslum.Good Time eftir Benny og Josh Safdie Jennifer Jason Leigh, Barkhad Abdi og Robert Pattinson leika í þessari mynd Safdie-bræðranna sem fjallar um bankaræningja sem á erfitt með að komast undan þeim sem leita hans.The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach Það er stórskotalið leikara sem í mynd Baumback sem skartar þeim Adam Sandler, Ben Stiller, Dustin Hoffman og Emma Thompson meðal annars í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um systkinahóp og samband þeirra við föður sinn. Myndin er ein af þeim fyrstu sem Netflix frumsýnir á Cannes.In the Fade eftir Fatih Akin Diane Kruger leikur hér í sinni fyrstu mynd á þýsku en hún er fædd og uppalin í Þýskalandi. Myndin segir frá Katja en líf hennar hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Þegar tími sorgar og óréttlætis er liðinn kemur tími hefndarinnar.Okja eftir Bong Joon-Ho Þessi ævintýramynd sem er með vísindaskáldsögulegu ívafi fjallar um stúlku sem gerir allt til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki læsi klóm sínum í vin hennar sem er mjög hárugt skrímsli. Með aðalhlutverk fara þau Tilda Swinton, Jake Gyllenhaal, Lily Collins og Paul Dano. Netflix framleiðir myndina.The Killing of a Sacred Deer eftir Yorgos Lanthimos Colin Farrell og Nicole Kidman er hér aftur á ferð ásamt þeim Alicia Silverstone og Bill Camp í sálfræðitrylli sem fjallar um skurðlækni sem reynir að taka ungling inn í fjölskylduna. Þetta er ein af fjórum myndum Kidman á hátíðinni.The Double Lover eftir Francois Ozon Þau Jaqueline Bisset, Marine Vacth og Jeremie Renier fara með aðalhlutverkin í spennutrylli sem segir frá ungri konu sem fellur fyrir sálgreininum sínum. Eftir að þau flytja hins vegar inn saman kemst hún að því að hann hefur hana leynt hana ýmsu.A Gentle Creature eftir Sergey Loznitsa Myndin er byggð að nokkru leyti á smásögu Dostoyevsky um konu sem fær sendan pakka sem hún sendi eiginmanni sínum sem situr í fangelsi. Ringluð og í sjokki fer hún í einangrað fangelsið í leit að réttlæti.Redoubtable eftir Michel Hazanavicius Þessi sjálfsævisögulega mynd eftir leikstjóra The Artist fjallar um franskan kivkmyndaleikstjóra sem verður yfir sig ástfanginn af 17 ára leikkonu á meðan hann er að taka upp mynd.Loveless eftir Andrei Zyvagintsev Þessi dramamynd Rússans Zyvaginstev fjallar um par sem stendur í skilnaði en þarf þó að standa saman þar sem sonur þeirra hverfur þegar þau eiga í enn einu rifrildinu.Radiance eftir Naomi Kawase Japanska dramamyndin Radiance segir frá Misako, blindri konu sem vinnur við að skrifa texta fyrir kvikmyndir fyrir blinda. Hún hittir Masaya, eldri ljósmyndara sem er smám saman að missa sjónina, en saman læra þau að sjá heiminn.The Day After eftir Hong Sangsoo Þessi kóreska mynd fjallar um konu sem eiginkona yfirmanns hennar heldur að sé fyrrverandi ástkona mannsins.120 Battements Par Minute eftir Robin Campillo Myndin fjallar um franska aktívista í París á 10. áratugnum sem berjast fyrir því að finna lækningu við óþekktum banvænum sjúkdómi.Rodin eftir Jaques Doillon Vincent Lindon leikur franska myndhöggvarann Auguste Rodin í þessari mynd um ævi listamannsins sem römmuð er inn af sambandi hans við lífsförunaut sinn, Rose Beuret, og myndhöggvarann Camille Claudel.The Square eftir Ruben Ostlund Myndin fjallar um Christian, virtan sýningarstjóra á nýlistasafni, en nýjasta sýningin sem hann setur upp veldur miklu fjaðrafoki og sýningarstjórinn fer í hálfgerða tilvistarkreppu.Jupiter‘s Moon eftir Kornel Mandruczo Þessi mynd fjallar um ungan innflytjanda sem skotinn er á þar sem hann er að fara ólöglega yfir landamæri Ungverjalands. Særður og í áfalli kemst hann að því að hann getur svifið upp eins og hann lystir á einhvern dularfullan hátt. Cannes Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú sem hæst og verður hinn eftirsótti Gullpálmi afhentur við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Alls keppa 19 kvikmyndir um pálmann og er kvikmyndin Happy End talin líklegust til að vinna ef marka má veðbankana. Það er Austurríkismaðurinn Michael Haneke sem leikstýrir Happy End en hann hefur tvisvar áður hlotið Gullpálmann, annar vegar árið 2009 fyrir The White Ribbon og hins vegar árið 2012 fyrir Amour. Happy End er dramamynd með Isabelle Huppert í aðalhlutverki og gerist í frönsku borginni Calais sem hefur verið einn af miðpunktum flóttamannavandans í Evrópu undanfarin misseri. Hér neðar má sjá stiklu fyrir myndina og svo stiklur fyrir aðrar myndir sem keppa um verðlaunin eftirsóttu á frönsku rívíerunni um helgina. Á meðal leikstjóra sem eiga myndir á hátíðinni eru þau Sofia Coppola, Todd Haynes, Lynne Ramsay og Michel Hazanavicius.The Beguiled eftir Sofia Coppola Nicole Kidman og Colin Farrell fara með aðalhlutverk í þessari mynd sem er byggð á bók Thomas Cullinan frá árinu 1966. Myndin fjallar um hermann norðanmanna í þrælastríðinu sem fær aðhlynningu í stúlknaskóla í Suðurríkjunum.You Were Never Really Here eftir Lynne Ramsay Joaquin Phoenix og Alessandro Nivola fara með aðalhlutverkin í mynd sem byggð er á bók Jonathan Armes. Sagan segir af uppgjafarhermanni sem reynir að bjarga ungri stúlku úr kynlífsþrælkun með skelfilegum afleiðingum. Wonderstruck eftir Todd Haynes Myndin er byggð á bók Brian Selznick en með aðalhlutverk fara þær Julianne Moore og Michelle Williams. Saga ungs drengs í miðvesturríkjunum er sögð á sama tíma og saga ungrar stúlku í New York 50 árum fyrr en þau eru bæði leitandi að einhverjum dularfullum tengslum.Good Time eftir Benny og Josh Safdie Jennifer Jason Leigh, Barkhad Abdi og Robert Pattinson leika í þessari mynd Safdie-bræðranna sem fjallar um bankaræningja sem á erfitt með að komast undan þeim sem leita hans.The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach Það er stórskotalið leikara sem í mynd Baumback sem skartar þeim Adam Sandler, Ben Stiller, Dustin Hoffman og Emma Thompson meðal annars í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um systkinahóp og samband þeirra við föður sinn. Myndin er ein af þeim fyrstu sem Netflix frumsýnir á Cannes.In the Fade eftir Fatih Akin Diane Kruger leikur hér í sinni fyrstu mynd á þýsku en hún er fædd og uppalin í Þýskalandi. Myndin segir frá Katja en líf hennar hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Þegar tími sorgar og óréttlætis er liðinn kemur tími hefndarinnar.Okja eftir Bong Joon-Ho Þessi ævintýramynd sem er með vísindaskáldsögulegu ívafi fjallar um stúlku sem gerir allt til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki læsi klóm sínum í vin hennar sem er mjög hárugt skrímsli. Með aðalhlutverk fara þau Tilda Swinton, Jake Gyllenhaal, Lily Collins og Paul Dano. Netflix framleiðir myndina.The Killing of a Sacred Deer eftir Yorgos Lanthimos Colin Farrell og Nicole Kidman er hér aftur á ferð ásamt þeim Alicia Silverstone og Bill Camp í sálfræðitrylli sem fjallar um skurðlækni sem reynir að taka ungling inn í fjölskylduna. Þetta er ein af fjórum myndum Kidman á hátíðinni.The Double Lover eftir Francois Ozon Þau Jaqueline Bisset, Marine Vacth og Jeremie Renier fara með aðalhlutverkin í spennutrylli sem segir frá ungri konu sem fellur fyrir sálgreininum sínum. Eftir að þau flytja hins vegar inn saman kemst hún að því að hann hefur hana leynt hana ýmsu.A Gentle Creature eftir Sergey Loznitsa Myndin er byggð að nokkru leyti á smásögu Dostoyevsky um konu sem fær sendan pakka sem hún sendi eiginmanni sínum sem situr í fangelsi. Ringluð og í sjokki fer hún í einangrað fangelsið í leit að réttlæti.Redoubtable eftir Michel Hazanavicius Þessi sjálfsævisögulega mynd eftir leikstjóra The Artist fjallar um franskan kivkmyndaleikstjóra sem verður yfir sig ástfanginn af 17 ára leikkonu á meðan hann er að taka upp mynd.Loveless eftir Andrei Zyvagintsev Þessi dramamynd Rússans Zyvaginstev fjallar um par sem stendur í skilnaði en þarf þó að standa saman þar sem sonur þeirra hverfur þegar þau eiga í enn einu rifrildinu.Radiance eftir Naomi Kawase Japanska dramamyndin Radiance segir frá Misako, blindri konu sem vinnur við að skrifa texta fyrir kvikmyndir fyrir blinda. Hún hittir Masaya, eldri ljósmyndara sem er smám saman að missa sjónina, en saman læra þau að sjá heiminn.The Day After eftir Hong Sangsoo Þessi kóreska mynd fjallar um konu sem eiginkona yfirmanns hennar heldur að sé fyrrverandi ástkona mannsins.120 Battements Par Minute eftir Robin Campillo Myndin fjallar um franska aktívista í París á 10. áratugnum sem berjast fyrir því að finna lækningu við óþekktum banvænum sjúkdómi.Rodin eftir Jaques Doillon Vincent Lindon leikur franska myndhöggvarann Auguste Rodin í þessari mynd um ævi listamannsins sem römmuð er inn af sambandi hans við lífsförunaut sinn, Rose Beuret, og myndhöggvarann Camille Claudel.The Square eftir Ruben Ostlund Myndin fjallar um Christian, virtan sýningarstjóra á nýlistasafni, en nýjasta sýningin sem hann setur upp veldur miklu fjaðrafoki og sýningarstjórinn fer í hálfgerða tilvistarkreppu.Jupiter‘s Moon eftir Kornel Mandruczo Þessi mynd fjallar um ungan innflytjanda sem skotinn er á þar sem hann er að fara ólöglega yfir landamæri Ungverjalands. Særður og í áfalli kemst hann að því að hann getur svifið upp eins og hann lystir á einhvern dularfullan hátt.
Cannes Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira