Alls ellefu einstaklingar eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar sem gerð var á mánudagskvöld þegar hinn 22 ára gamli Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar með þeim afleiðingum að 22 einstaklingar létust og tugir slösuðust. Meðal þeirra sem lögregla hefur í haldi er bróðir Abedi.
Atvikið átti sér stað að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande. Grande sem er ein vinsælasta söngkona heims hefur gefið það út að hún hyggist snúa fljótlega aftur til Manchester og halda styrktartónleika fyrir fjölskyldur þeirra sem létust í árásinni.
Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London en 56 manns týndu lífi sínu í árásunum.
Latest update pic.twitter.com/KiKoeNzfWf
— G M Police (@gmpolice) May 27, 2017