Sport

Sögulegt tap efstu konu heimslistans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Angelique Kerber tapaði óvænt í gær.
Angelique Kerber tapaði óvænt í gær. Vísir/Getty
Hin þýska Angelique Kerber varð í gær fyrsta konan sem er í efsta sæti heimslistans til að detta úr leik í fyrstu umferð Opna franska meistaramótsins í tennis.

Kerber tapaði þá fyrir Ekaterina Makarova í tveimur settum, 6-2 og 6-2. Með tapinu gæti hún dottið niður úr efsta sæti listans.

Petra Kvitova frá Tékklandi komst áfram eftir sigur á Julia Boserup frá Bandaríkjunum, 6-3 og 6-2, en þetta var fyrsti sigur hennar eftir að innbrotsþjófur veitti henni áverka á hendi með hníf í lok síðasta árs.

Keppni á Opna franska hófst í gær en meðal úrslita má nefna að Venus Williams komst áfram eftir sigur á Wang Qiang fá Kína, 6-4 og 7-6. Systir hennar, Serena, er ekki meðal þátttakenda þar sem hún er barnshafandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×