Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun