Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 23:08 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, var rekinn vegna þess að hann gat ekki fullvissað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um hollustu sína og vegna aukinna umsvifa rannsóknar FBI á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segja heimildarmenn CNN sem þekkja vel til Comey.Comey hafði reitt forsetann til reiði á undanförnum mánuðum, en heimildarmenn Reuters segja reiðina hafa stigmagnast þegar Comey neitaði að fara yfir það með starfsmönnum Hvíta hússins hvað hann ætlaði að segja þegar hann fór á fund þingmanna fyrr í mánuðinum vegna rannsóknarinnar. Brottreksturinn hefur valdið miklum óróa í Washington, en þetta er einungis í annað sinn sem að forseti rekur yfirmann FBI. Demókratar og jafnvel einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins óttast að Trump hafi með brottrekstrinum verið að grafa undir áðurnefndri rannsókn. Þá hafa margir notað brottreksturinn til að kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á tengslum Trump og yfirvalda í Rússlandi. Leiðtogar meðal repúblikana taka það hins vegar ekki í mál.Sjá einnig: Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna RússarannsóknarMismunandi ástæður Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í bréfi sínu til Trump að ástæða þess að reka ætti Comey væri meðferð hans á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna. Einnig sú ástæða nefnd að Comey hefði komið illa fram við Clinton. Á þeim tíma hrósuðu þó bæði Trump og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Comey fyrir ummæli sín. Fyrir einungis viku sagði Trump að Comey hefði komið of vel fram við hana, en ekki of illa. Þegar Trump sjálfur var spurður í dag af hverju hann hefði rekið Comey sagði hann að Comey hefði staðið sig illa í starfi sínu. Talskona Trump sagði í kvöld að Trump hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Trump varð þó reiður Comey þegar hann lagði til að Clinton yrði ekki ákærð. Þá reiddist forsetinn verulega þegar Comey neitaði að styðja yfirlýsingar forsetans um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði látið njósna um Trump í kosningabaráttunni. Þá hafði Comey þar að auki reitt forsetann til reiði þegar hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að meint samráð framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi væri til rannsóknar.Fyrrverandi starfsmenn FBI reiðir Mikil reiði ríkir meðal fyrrverandi starfsmanna alríkislögreglunnar sem segjast óttast að brottrekstur Comey muni hafa mikil áhrif á Rússarannsóknina. Þá segja þeir að illa hafi verið staðið að brottrekstrinum, en Comey frétti fyrst af því að hann hefði verið rekinn í fjölmiðlum. Bobby Chacron settist í helgan stein árið 2014 en hann sagði Guardian að hann hefði rætt við nokkra starfsmenn FBI sem voru með Comey þegar fregnirnar bárust. Chacron segir að þeir hafi verið sammála um að Comey hefði átt símtal skilið og að þetta líti út eins og tilgangurinn hafi verið að niðurlægja hann. Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, var rekinn vegna þess að hann gat ekki fullvissað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um hollustu sína og vegna aukinna umsvifa rannsóknar FBI á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segja heimildarmenn CNN sem þekkja vel til Comey.Comey hafði reitt forsetann til reiði á undanförnum mánuðum, en heimildarmenn Reuters segja reiðina hafa stigmagnast þegar Comey neitaði að fara yfir það með starfsmönnum Hvíta hússins hvað hann ætlaði að segja þegar hann fór á fund þingmanna fyrr í mánuðinum vegna rannsóknarinnar. Brottreksturinn hefur valdið miklum óróa í Washington, en þetta er einungis í annað sinn sem að forseti rekur yfirmann FBI. Demókratar og jafnvel einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins óttast að Trump hafi með brottrekstrinum verið að grafa undir áðurnefndri rannsókn. Þá hafa margir notað brottreksturinn til að kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á tengslum Trump og yfirvalda í Rússlandi. Leiðtogar meðal repúblikana taka það hins vegar ekki í mál.Sjá einnig: Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna RússarannsóknarMismunandi ástæður Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í bréfi sínu til Trump að ástæða þess að reka ætti Comey væri meðferð hans á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna. Einnig sú ástæða nefnd að Comey hefði komið illa fram við Clinton. Á þeim tíma hrósuðu þó bæði Trump og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Comey fyrir ummæli sín. Fyrir einungis viku sagði Trump að Comey hefði komið of vel fram við hana, en ekki of illa. Þegar Trump sjálfur var spurður í dag af hverju hann hefði rekið Comey sagði hann að Comey hefði staðið sig illa í starfi sínu. Talskona Trump sagði í kvöld að Trump hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Trump varð þó reiður Comey þegar hann lagði til að Clinton yrði ekki ákærð. Þá reiddist forsetinn verulega þegar Comey neitaði að styðja yfirlýsingar forsetans um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði látið njósna um Trump í kosningabaráttunni. Þá hafði Comey þar að auki reitt forsetann til reiði þegar hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að meint samráð framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi væri til rannsóknar.Fyrrverandi starfsmenn FBI reiðir Mikil reiði ríkir meðal fyrrverandi starfsmanna alríkislögreglunnar sem segjast óttast að brottrekstur Comey muni hafa mikil áhrif á Rússarannsóknina. Þá segja þeir að illa hafi verið staðið að brottrekstrinum, en Comey frétti fyrst af því að hann hefði verið rekinn í fjölmiðlum. Bobby Chacron settist í helgan stein árið 2014 en hann sagði Guardian að hann hefði rætt við nokkra starfsmenn FBI sem voru með Comey þegar fregnirnar bárust. Chacron segir að þeir hafi verið sammála um að Comey hefði átt símtal skilið og að þetta líti út eins og tilgangurinn hafi verið að niðurlægja hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30
Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50