Helstu foringjar þjóðarinnar tefla við Hrafn Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2017 09:59 Milljónir barna eru í bráðri lífshættu vegna stríðs og hungursneyðar. Hrafn teflir fyrir þau. „Milljónir barna eru í bráðri lífshættu vegna stríðs og hungursneyðar. Við í Hróknum viljum leggja okkar litla lóð á vogarskálarnar og safna fyrir þau samtök, sem eru að vinna á vettvangi að því að bjarga mannslífum. Kjörorð Hróksins eru „Við erum ein fjölskylda" og það viljum við sýna í verki," segir Hrafn Jökulsson forseti skákklúbbsins Hróksins. Hrafn og Hrókurinn efna til skákmaraþons í þágu stríðshrjáðra barna í Sýrlandi og Jemen, föstudag og laugardag næstkomandi. Hrafn ætlar að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum, og er safnað áheitum og framlögum í þágu UNICEF og Fatimusjóðs, sem nú standa fyrir neyðarsöfnun. Ekki vantar að það sé fremdarfólk sem ætlar að tefla við Hrafn. Meðal þeirra eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Síðast söfnuðust 3 milljónir„Ég hlakka mikið til að setjast að tafli og mæta áskorendum úr öllum áttum. Skákkunnátta er algjört aukaatriði, og ég tek glaðlega að mér tilsögn í leiðinni, ef með þarf. Ég vona að sem allra flestir leggi leið sína í Pakkhús Hróksins á föstudag og laugardag. Þótt tilefnið sé alvarlegt ætlum við að gera þetta að hátíð samstöðu og gleði.“Hrafn er grimmur við skáborðið en meðal þeirra sem hann teflir við um helgina eru Guðni forseti, Bjarni forsætisráðherra og Dagur borgarstjóri.Á síðasta ári söfnuðust um 3 milljónir í skákmaraþoni Hróksins sem runnu óskiptar í neyðarhjálp í Sýrlandi. Kostnaður við maraþonið er enginn og hópur sjálfboðaliða gefur vinnu sína. Leitað er eftir framlögum og áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hæsta einstaka áheitið er frá velunnara sem ekki lætur nafns síns getið, sem greiða mun 2000 krónur fyrir hverja skák sem Hrafn teflir, eða 400.000 ef skákirnar verða 200 talsins.Fyrirtæki heita á Hrafn Hrafn segir áheitasöfnun ganga vel en vonar að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn. „Enda fagna þau nú metafkomu og því aldeilis lag til að láta gott af sér leiða. Nokkur fyrirtæki ætla að borga 1000 krónur fyrir hverja skák sem ég tefli og einn aðili ætlar að borga 2000 krónur. Ég ætla mér að komast yfir 200 skákir, svo þetta er fljótt að koma. En hér gildir líka, að margt smátt gerir eitt stórt, og hægt er að greiða upphæð að eigin vali. Í gær var til dæmis verið að bóka tvær stúlkur í maraþonið og foreldrarnir heita 5000 krónum á hvora um sig.“ Skákmaraþonið fer fram í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn en Hrafn byrjar að tefla klukkan 9 á föstudagsmorgun og ætlar að sitja við til miðnættis. Sama dagskrá verður á laugardaginn, og verður opið hús allan tímann. Fulltrúar UNICEF og Fatimusjóðs veita upplýsingar á staðnum um hina grafalvarlegu stöðu í Sýrlandi og Jemen, þar sem milljónir barna lifa í skugga stríðs og hungursneyðar. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Sjá meira
„Milljónir barna eru í bráðri lífshættu vegna stríðs og hungursneyðar. Við í Hróknum viljum leggja okkar litla lóð á vogarskálarnar og safna fyrir þau samtök, sem eru að vinna á vettvangi að því að bjarga mannslífum. Kjörorð Hróksins eru „Við erum ein fjölskylda" og það viljum við sýna í verki," segir Hrafn Jökulsson forseti skákklúbbsins Hróksins. Hrafn og Hrókurinn efna til skákmaraþons í þágu stríðshrjáðra barna í Sýrlandi og Jemen, föstudag og laugardag næstkomandi. Hrafn ætlar að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum, og er safnað áheitum og framlögum í þágu UNICEF og Fatimusjóðs, sem nú standa fyrir neyðarsöfnun. Ekki vantar að það sé fremdarfólk sem ætlar að tefla við Hrafn. Meðal þeirra eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Síðast söfnuðust 3 milljónir„Ég hlakka mikið til að setjast að tafli og mæta áskorendum úr öllum áttum. Skákkunnátta er algjört aukaatriði, og ég tek glaðlega að mér tilsögn í leiðinni, ef með þarf. Ég vona að sem allra flestir leggi leið sína í Pakkhús Hróksins á föstudag og laugardag. Þótt tilefnið sé alvarlegt ætlum við að gera þetta að hátíð samstöðu og gleði.“Hrafn er grimmur við skáborðið en meðal þeirra sem hann teflir við um helgina eru Guðni forseti, Bjarni forsætisráðherra og Dagur borgarstjóri.Á síðasta ári söfnuðust um 3 milljónir í skákmaraþoni Hróksins sem runnu óskiptar í neyðarhjálp í Sýrlandi. Kostnaður við maraþonið er enginn og hópur sjálfboðaliða gefur vinnu sína. Leitað er eftir framlögum og áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hæsta einstaka áheitið er frá velunnara sem ekki lætur nafns síns getið, sem greiða mun 2000 krónur fyrir hverja skák sem Hrafn teflir, eða 400.000 ef skákirnar verða 200 talsins.Fyrirtæki heita á Hrafn Hrafn segir áheitasöfnun ganga vel en vonar að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn. „Enda fagna þau nú metafkomu og því aldeilis lag til að láta gott af sér leiða. Nokkur fyrirtæki ætla að borga 1000 krónur fyrir hverja skák sem ég tefli og einn aðili ætlar að borga 2000 krónur. Ég ætla mér að komast yfir 200 skákir, svo þetta er fljótt að koma. En hér gildir líka, að margt smátt gerir eitt stórt, og hægt er að greiða upphæð að eigin vali. Í gær var til dæmis verið að bóka tvær stúlkur í maraþonið og foreldrarnir heita 5000 krónum á hvora um sig.“ Skákmaraþonið fer fram í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn en Hrafn byrjar að tefla klukkan 9 á föstudagsmorgun og ætlar að sitja við til miðnættis. Sama dagskrá verður á laugardaginn, og verður opið hús allan tímann. Fulltrúar UNICEF og Fatimusjóðs veita upplýsingar á staðnum um hina grafalvarlegu stöðu í Sýrlandi og Jemen, þar sem milljónir barna lifa í skugga stríðs og hungursneyðar.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Sjá meira