Endalaus snöpp og töfrabrögð í nýjustu uppfærslu Snapchat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 13:38 Það er ýmislegt hægt í nýjustu uppfærslu Snapchat. Mynd/Snapchat Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016.
Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira