Manchester United komst í gærkvöldi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 1-1 jafntefli í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Celta Vigo.
Manchester United mætir hollenska liðinu Ajax í úrslitaleiknum á Friends Arena í Stokkhólmi í Svíþjóð 24. maí næstkomandi.
United getur ekki aðeins unnið titil í leiknum heldur einnig tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Mourinho hefur verið duglegur að kvarta undan álagi á sitt lið á þessu tímabili og það varð engin breyting á því eftir leikinn í gær.
Hann öfundar lið Ajax af því að fá miklu lengra frí til að safna kröftum fyrir úrslitaleikinn en Ajax leikur sinn síðasta deildarleik á sunnudaginn.
„Þetta tímabil hefur verið svo erfitt fyrir okkur. Það væri því stórkostlegt ef okkur tækist að vinna Evrópudeildina. Það myndi þýða bikar og tækifæri til að komast aftur í Meistaradeildina,“ sagði Jose Mourinho við BBC.
„Ajax klárar deildarkeppnina á sunnudaginn. Þeir hafa því tólf daga til að undirbúa sig. Við eigum aftur á móti eftir að spila þrjá leiki og fáum bara þrjá daga fyrir leikinn,“ sagði Mourinho.
Manchester United mætir Tottenham á White Hart Lane um helgina, heimsækir Southampton á miðvikudaginn kemur og spilar síðan við Crystal Palace í lokaumferð ensku deildarinnar sunnudaginn 21. maí. Úrslitaleikurinn er síðan eins og áður sagði í Stokkhólmi 24. maí.
Mourinho öfundar Ajax í aðdraganda úrslitaleiksins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn


Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti


