Endaði á 55 höggum yfir pari á úrtökumóti fyrir US Open Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. maí 2017 12:00 Þetta er nú ekki hinn ágæti McDonald og í raun tengist myndin fréttinni ekki neitt. Það er bara nokkurn veginn svona sem McDonald hefur verið á golfvellinum. vísir/getty Kylfingurinn Clifton McDonald er frekar óvænt í heimsfréttunum eftir vægast sagt ævintýralegan golfhring. McDonald var að taka þátt í úrtökumóti fyrir US Open og líklega var spennustigið ekki alveg rétt stillt hjá honum. Hann kom nefnilega í hús á 127 höggum eða 55 höggum yfir pari. McDonald byrjaði hringinn á því að fá tvöfaldan skolla. Ekki gott en má lifa með því. 17 holur eftir. Holu tvö fór hann á fjórum höggum yfir pari og þá var ljóst að þetta yrði ekki hans dagur. Hann fékk svo tvö tvöfalda skolla og loks venjulegan skolla. Nú hlaut þetta að koma. Ekki aldeilis. Sjöundu holuna, sem var par 5, fór hann nefnilega á heilum 14 höggum. Flestir hefðu gengið af velli á þessum tímapunkti en ekki McDonald. Hann ætlaði sér að klára. Áttundu holuna fór hann á tveimur yfir pari og svo dundi annað áfall yfir á níundu. Það er par 4 hola sem hann fór á ellefu höggum. Blessaður McDonald var því á 32 höggum yfir pari eftir níu holur. Hann sló sjálfan sig utan undir, harkaði af sér. Kláraði hringinn og skrifaði undir skorkortið. Þó ekki með bros á vör. „Það hefur enginn skilað svona skorkorti á móti hjá okkur áður. Hann var mjög almennilegur en það leyndi sér ekki að völlurinn var meira en hann réð við,“ sagði talsmaður golfvallarins í Alabama. „Þetta var fallegur sólardagur. Enginn vindur. Völlurinn er bara mjög hraður og erfiður. Við töluðum ekki mikið við hann er hann skilaði skorkortinu en hann hafði augljóslega átt erfiðan dag.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Clifton McDonald er frekar óvænt í heimsfréttunum eftir vægast sagt ævintýralegan golfhring. McDonald var að taka þátt í úrtökumóti fyrir US Open og líklega var spennustigið ekki alveg rétt stillt hjá honum. Hann kom nefnilega í hús á 127 höggum eða 55 höggum yfir pari. McDonald byrjaði hringinn á því að fá tvöfaldan skolla. Ekki gott en má lifa með því. 17 holur eftir. Holu tvö fór hann á fjórum höggum yfir pari og þá var ljóst að þetta yrði ekki hans dagur. Hann fékk svo tvö tvöfalda skolla og loks venjulegan skolla. Nú hlaut þetta að koma. Ekki aldeilis. Sjöundu holuna, sem var par 5, fór hann nefnilega á heilum 14 höggum. Flestir hefðu gengið af velli á þessum tímapunkti en ekki McDonald. Hann ætlaði sér að klára. Áttundu holuna fór hann á tveimur yfir pari og svo dundi annað áfall yfir á níundu. Það er par 4 hola sem hann fór á ellefu höggum. Blessaður McDonald var því á 32 höggum yfir pari eftir níu holur. Hann sló sjálfan sig utan undir, harkaði af sér. Kláraði hringinn og skrifaði undir skorkortið. Þó ekki með bros á vör. „Það hefur enginn skilað svona skorkorti á móti hjá okkur áður. Hann var mjög almennilegur en það leyndi sér ekki að völlurinn var meira en hann réð við,“ sagði talsmaður golfvallarins í Alabama. „Þetta var fallegur sólardagur. Enginn vindur. Völlurinn er bara mjög hraður og erfiður. Við töluðum ekki mikið við hann er hann skilaði skorkortinu en hann hafði augljóslega átt erfiðan dag.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti