Veittist að fjögurra ára syni sínum sem neitaði að taka vítamínin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2017 13:45 Barnið hlaut marbletti framan á háls, punktblæðingar í andlit og grunn rifsár framan á brjóstkassa. vísir/getty Fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart fjögurra ára syni sínum í júní í fyrra. Honum var gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Manninum var gefið að sök að hafa tekið drenginn kverkataki í því skyni að fá drenginn til þess að taka inn vítamíntöflu. Barnið hlaut marbletti framan á háls, punktblæðingar í andlit og grunn rifsár framan á brjóstkassa.Ljótir áverkar á hálsi Leikskóli barnsins gerði Barnavernd Kópavogsbæjar viðvart um áverkana. Deildarstjórinn greindi frá því fyrir dómi að maðurinn hefði borið sig illa þegar hann kom með drenginn á leikskólann á mánudagsmorgni. Hann hafi greint frá því að drengurinn hefði verið erfiður alla helgina, hann hefði misst stjórn á sér og lagt hendur á barnið þegar hann ætlaði að gefa því vítamín. Hann hafi verið harðhentur og væri miður sín. Deildarstjórinn sagðist hafa rætt við manninn um aðrar leiðir til að takast á við erfiða hegðun, en á þeim tíma hafði hún ekki séð drenginn. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún hitti barnið og sagði áverkana á hálsi þess ljóta. Leikskólastjóri hafði í framhaldinu haft samband við barnavernd og hófst lögreglurannsókn í framhaldinu.Játaði sök að hluta Faðir drengsins viðurkenndi að hafa veist að barninu og valdið áverkum á hálsi. Hann sagðist hins vegar ekki kannast við að sárin á brjóstkassa barnsins hafi verið af hans völdum. Maðurinn sagðist hafa í tvígang á árum áður fengið heilablóðfall og í janúar í fyrra fengið hjartaáfall. Hann hafi ekki jafnað sig eftir þau veikindi og að þau hefðu meðal annars haft þau áhrif að hann skorti talsvert upp á allar fínhreyfingar. Þá hafi hann verið undir miklu álagi á þessum tíma. Maðurinn sagðist hafa verið að reyna að gefa barninu vítamíntöflu þegar atvikið átti sér stað. Barnið hafi hins vegar ekki viljað taka töfluna og því hafi hann gripið til þess ráðs að taka undir höku drengsins með annarri hendi og lyft henni upp. Um leið hafi hann, sennilega án þess að átta sig á því, lokað fyrir háls barnsins þannig að drengurinn kom töflubrotunum ekki niður. Hann hafi hins vegar ekki tekið um háls hans. Hann gæti illa útskýrt hegðun sína á annan veg en að hann hafi verið í einhvers konar vægu taugaáfalli. Drengurinn sýndi ítrekað hvernig faðir hans hefði tekið hann kverkataki með annarri hendi og ýtt aftan á háls hans. Að mati læknis samrýmast áverkarnir þessari lýsingu barnsins.Margsinnis hlotið dóma Faðirinn fékk ekki að hitta barnið nema undir eftirliti í kjölfarið. Hann er fæddur árið 1978 og á að baki talsverðan sakaferil og hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Dómurinn taldi háttsemi hans einkar hættulega. Hins vegar sé litið til þess að brotið hafi haft mikil áhrif á manninn sem iðrist mjög gerða sinna. Í ljósi þess hvaða afleiðingar brotið hafði á manninn og að þess að barnið á lögum samkvæmt rétt á umgengni við föður sinn, var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og var manninum gert að greiða móður drengsins, þar sem hann er ólögráða, 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða rúmar tvær milljónir í sakar- og lögfræðikostnað. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart fjögurra ára syni sínum í júní í fyrra. Honum var gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Manninum var gefið að sök að hafa tekið drenginn kverkataki í því skyni að fá drenginn til þess að taka inn vítamíntöflu. Barnið hlaut marbletti framan á háls, punktblæðingar í andlit og grunn rifsár framan á brjóstkassa.Ljótir áverkar á hálsi Leikskóli barnsins gerði Barnavernd Kópavogsbæjar viðvart um áverkana. Deildarstjórinn greindi frá því fyrir dómi að maðurinn hefði borið sig illa þegar hann kom með drenginn á leikskólann á mánudagsmorgni. Hann hafi greint frá því að drengurinn hefði verið erfiður alla helgina, hann hefði misst stjórn á sér og lagt hendur á barnið þegar hann ætlaði að gefa því vítamín. Hann hafi verið harðhentur og væri miður sín. Deildarstjórinn sagðist hafa rætt við manninn um aðrar leiðir til að takast á við erfiða hegðun, en á þeim tíma hafði hún ekki séð drenginn. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún hitti barnið og sagði áverkana á hálsi þess ljóta. Leikskólastjóri hafði í framhaldinu haft samband við barnavernd og hófst lögreglurannsókn í framhaldinu.Játaði sök að hluta Faðir drengsins viðurkenndi að hafa veist að barninu og valdið áverkum á hálsi. Hann sagðist hins vegar ekki kannast við að sárin á brjóstkassa barnsins hafi verið af hans völdum. Maðurinn sagðist hafa í tvígang á árum áður fengið heilablóðfall og í janúar í fyrra fengið hjartaáfall. Hann hafi ekki jafnað sig eftir þau veikindi og að þau hefðu meðal annars haft þau áhrif að hann skorti talsvert upp á allar fínhreyfingar. Þá hafi hann verið undir miklu álagi á þessum tíma. Maðurinn sagðist hafa verið að reyna að gefa barninu vítamíntöflu þegar atvikið átti sér stað. Barnið hafi hins vegar ekki viljað taka töfluna og því hafi hann gripið til þess ráðs að taka undir höku drengsins með annarri hendi og lyft henni upp. Um leið hafi hann, sennilega án þess að átta sig á því, lokað fyrir háls barnsins þannig að drengurinn kom töflubrotunum ekki niður. Hann hafi hins vegar ekki tekið um háls hans. Hann gæti illa útskýrt hegðun sína á annan veg en að hann hafi verið í einhvers konar vægu taugaáfalli. Drengurinn sýndi ítrekað hvernig faðir hans hefði tekið hann kverkataki með annarri hendi og ýtt aftan á háls hans. Að mati læknis samrýmast áverkarnir þessari lýsingu barnsins.Margsinnis hlotið dóma Faðirinn fékk ekki að hitta barnið nema undir eftirliti í kjölfarið. Hann er fæddur árið 1978 og á að baki talsverðan sakaferil og hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Dómurinn taldi háttsemi hans einkar hættulega. Hins vegar sé litið til þess að brotið hafi haft mikil áhrif á manninn sem iðrist mjög gerða sinna. Í ljósi þess hvaða afleiðingar brotið hafði á manninn og að þess að barnið á lögum samkvæmt rétt á umgengni við föður sinn, var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og var manninum gert að greiða móður drengsins, þar sem hann er ólögráða, 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða rúmar tvær milljónir í sakar- og lögfræðikostnað.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira