Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær.
Í yfirlýsingunni kemur fram að nú þegar sjái sveitarfélagið tækifæri í viðræðum við nokkra aðila til að tryggja að útgerð og fiskvinnsla verði áfram meginstoð atvinnustarfsemi á Akranesi.
„Og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur,“ segir í yfirlýsingunni.
Eftirfarandi aðgerðir ætlar Akraneskaupstaður að leggjast í:
- Akraneskaupstaður mun tryggja, í samstarfi við aðra eigendur Faxaflóahafna, að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Akraneshöfn og þær kláraðar á næstu tveimur árum.
- Breytingar á aðal- og deiliskipulagi verða kláraðar svo að af uppfyllingu í höfninni geti orðið. Búast má við að þetta verkefni muni taka allt að fjögur ár.
- Akraneskaupstaður mun kynna Akranes sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur.
- Akraneskaupstaður mun vinna í nánu samstarfi við yfirvöld við að tryggja að Akranes verði áfram rótgróinn útgerðarbær.
- Akraneskaupstaður mun taka upp samstarf við íslenska sjávarklasann um öflugt samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi til að nýta ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar.
- Aðgengi að framúrskarandi dugmiklu fólki.
- Nálægð við höfuðborgina þ.e. stærsta markaðssvæði landsins.
- Hagkvæmu atvinnuhúsnæði og miklum möguleikum á lóðum fyrir atvinnustarfsemi.
- Mikilli uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis sem fram undan er og hentar starfsfólki fyrirtækja sem starfa á Akranesi.
- Góðu aðgengi að öflugum stoðfyrirtækjum í öllum helstu iðn- og þjónustugreinum.