Óður til gleðinnar? Logi Bergmann skrifar 13. maí 2017 07:00 Maður verður að vera léttur. Ég er búinn að segja þetta milljón sinnum. Og þetta á alltaf við en alveg sérstaklega þessa viku. Eurovision. Það er allt skemmtilegt við þetta en okkur hættir til að taka þetta full alvarlega. Svona eins og þetta sé í alvöru keppni í tónlist. Sem er nánast það fyndnasta sem ég hef heyrt! Við erum stundum eins og maður sem fer á bekkjarkvöld í skólanum hjá barninu sínu og fer svo heim og skrifar harðorða gagnrýni um það. Alveg brjálaður! Í stað heillar viku af gleði eru nefnilega svo margir sem ákveða að eyða þessari viku í samsæriskenningar, djúpar tónlistarlegar pælingar, vangaveltur um strauma og stefnur og viðbrögð blaðamanna. (Ég held að ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli þegar ég segi að þetta eru ekki allt alvöru blaðamenn. Finnst ykkur líklegt að margir fjölmiðlar sendi blaðamann í tveggja vikna ferð til að taka selfies af sér með keppendum? Það ætti líka að vera vísbending þegar blaðamenn spyrja hvað sé að frétta af „Síga og Grætar“.) Auðvitað væri gaman að vinna. Það eru reyndar meiri líkur á því að við vinnum einhvern tímann en að blaðamannafundur íslenska hópsins gangi ekki vel eða að íslenski hópurinn klúðri æfingu.Plebbahelgi Þetta er vikan sem við leyfum okkur að vera plebbar. Baða okkur í Vogaídýfu, troða í okkur of mörgum pitsum og mögulega drekka of mikið. Ótrúlegustu menn verða sérfræðingar í búningum og dansi og fyrir flesta er þetta eina landafræðikennslan sem þeir hafa fengið eftir grunnskóla. Umgjörðin verður svo alltaf keppni í að fara aðeins of langt. Oft hjá þjóðum sem hafa eiginlega ekki efni á því. Allt er aðeins of stórt og mikið og pínu tilgerðarlegt. En svo kemur sveitamennskan, svo falleg og skemmtileg, þegar Jon Ola Sand kemur - alltaf eins og óvart - í mynd og tilkynnir að sýslumaður hafi farið yfir allt heila landafræðisamsærið. Svo sitjum við eins og á kosninganótt og botnum ekkert í því af hverju okkar flokkur/lag naut ekki trausts kjósenda. EIns og við vorum stolt af því!Sameinumst! Við sameinumst í meðvirkni með okkar fólki. Það skipti sennilega ekki máli þótt Svala hefði ökklabrotnað, gubbað og gleymt textanum. Okkur hefði alltaf fundist að hún hefði staðið sig frábærlega. Sem hún reyndar gerði. Og við erum brjáluð yfir að aðrar þjóðir hafi ekki séð það. En svo er þetta líka eina kvöldið þar sem það er fyllilega samþykkt að tala um feitt fólk og ljótt. Jafnvel henda í smá rasisma. Bara ef maður man að setja #12stig á eftir. Við eigum að sameinast í gleði. Gleðjast yfir því að það er ekki jafn rosalega hallærislegt og hér í eina tíð að horfa. Eða yfir því að það er í lagi að vera svo hallærislegur að hafa gaman af þessu. Fagna því að það eru ekki bara gamlir píanókennarar sem fá að kjósa. Og náttúrlega því að fá að vera með. Það er nú eitthvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Maður verður að vera léttur. Ég er búinn að segja þetta milljón sinnum. Og þetta á alltaf við en alveg sérstaklega þessa viku. Eurovision. Það er allt skemmtilegt við þetta en okkur hættir til að taka þetta full alvarlega. Svona eins og þetta sé í alvöru keppni í tónlist. Sem er nánast það fyndnasta sem ég hef heyrt! Við erum stundum eins og maður sem fer á bekkjarkvöld í skólanum hjá barninu sínu og fer svo heim og skrifar harðorða gagnrýni um það. Alveg brjálaður! Í stað heillar viku af gleði eru nefnilega svo margir sem ákveða að eyða þessari viku í samsæriskenningar, djúpar tónlistarlegar pælingar, vangaveltur um strauma og stefnur og viðbrögð blaðamanna. (Ég held að ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli þegar ég segi að þetta eru ekki allt alvöru blaðamenn. Finnst ykkur líklegt að margir fjölmiðlar sendi blaðamann í tveggja vikna ferð til að taka selfies af sér með keppendum? Það ætti líka að vera vísbending þegar blaðamenn spyrja hvað sé að frétta af „Síga og Grætar“.) Auðvitað væri gaman að vinna. Það eru reyndar meiri líkur á því að við vinnum einhvern tímann en að blaðamannafundur íslenska hópsins gangi ekki vel eða að íslenski hópurinn klúðri æfingu.Plebbahelgi Þetta er vikan sem við leyfum okkur að vera plebbar. Baða okkur í Vogaídýfu, troða í okkur of mörgum pitsum og mögulega drekka of mikið. Ótrúlegustu menn verða sérfræðingar í búningum og dansi og fyrir flesta er þetta eina landafræðikennslan sem þeir hafa fengið eftir grunnskóla. Umgjörðin verður svo alltaf keppni í að fara aðeins of langt. Oft hjá þjóðum sem hafa eiginlega ekki efni á því. Allt er aðeins of stórt og mikið og pínu tilgerðarlegt. En svo kemur sveitamennskan, svo falleg og skemmtileg, þegar Jon Ola Sand kemur - alltaf eins og óvart - í mynd og tilkynnir að sýslumaður hafi farið yfir allt heila landafræðisamsærið. Svo sitjum við eins og á kosninganótt og botnum ekkert í því af hverju okkar flokkur/lag naut ekki trausts kjósenda. EIns og við vorum stolt af því!Sameinumst! Við sameinumst í meðvirkni með okkar fólki. Það skipti sennilega ekki máli þótt Svala hefði ökklabrotnað, gubbað og gleymt textanum. Okkur hefði alltaf fundist að hún hefði staðið sig frábærlega. Sem hún reyndar gerði. Og við erum brjáluð yfir að aðrar þjóðir hafi ekki séð það. En svo er þetta líka eina kvöldið þar sem það er fyllilega samþykkt að tala um feitt fólk og ljótt. Jafnvel henda í smá rasisma. Bara ef maður man að setja #12stig á eftir. Við eigum að sameinast í gleði. Gleðjast yfir því að það er ekki jafn rosalega hallærislegt og hér í eina tíð að horfa. Eða yfir því að það er í lagi að vera svo hallærislegur að hafa gaman af þessu. Fagna því að það eru ekki bara gamlir píanókennarar sem fá að kjósa. Og náttúrlega því að fá að vera með. Það er nú eitthvað!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun