Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“ Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira