Ótrúleg leikmannaskipti Boston Celtics frá 2013 enn að borga sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 10:30 Danny Ainge náði ótrúlegum skiptum við Brooklyn Nets fyrir fjórum árum. Vísir/AP Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira