Theresa May býr sig undir erfiðar viðræður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Hinn 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan ESB. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00
ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45