Gjörbreytt eldhús með áherslu á praktík Guðný Hrönn skrifar 2. maí 2017 22:45 Breytingin er ansi mikil enda voru veggir rifnir og innréttingum skipt út. Innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir tók nýverið í gegn eldhús og útkoman er vægast sagt glæsileg. Nýja eldhúsið er gjörólíkt því upprunalega enda var innréttingunum skipt út og veggir rifnir niður. Sæbjörg, eða Sæja eins og hún er gjarnan kölluð, sá mikla möguleika í gamla rýminu.„Húsið er afskaplega fallegt í „midcentury“-stíl og því læddist smá Mad Men fílingur í rýmið með leynihurð og barskáp. Skáparnir voru komnir til ára sinna og því þurftu þeir að fara. Svo vildum við opna betur inn í borðstofu og þess vegna var veggurinn rifinn.“ Spurð út í hvort hún hafi fengið frjálsar hendur í þessu verkefni segir Sæja: „Eigendurnir voru með nokkuð skýrar hugmyndir um hvað þau vildu gera en voru alveg opin fyrir mínum hugmyndum líka. Þetta var því góð samvinna.“Borðplatan sem varð fyrir valinu er út graffite-marmara.Mynd/Guðfinna MagnúsdóttirEigendum eldhússins þykir gaman að halda veislur og bjóða heim og því vildu þau hafa vínkæli í eyjunni. „Þá fannst mér „möst“ að hafa barskáp til að geyma fallegu glösin og fleira og hann setur alveg punktinn yfir i-ið í þessu rými. Barskápurinn er með fellihurð sem tekur minna pláss og getur því verið opinn að vild. Út í enda, á háu skápunum þar sem bakaraofnarnir eru, er svo leynihurð niður á neðri hæðina sem kemur mjög vel út. Í stað þess að hafa venjulega hurð var ákveðið að hurðin myndi falla inn í innréttinguna og trufla því ekki heildarmyndina,“ segir Sæja sem lagði mikla áherslu á að innréttingarnar væru bæði praktískar og smart á sama tíma. Að sögn Sæju er fólk farið að sækja í lokaðar innréttingar í auknum mæli. „Eftir að opin rými fóru að einkenna heimili meira hafa lokaðar innréttingar orðið vinsælli. Að geta lokað á mesta dótið er mjög gott. Þetta snýst jafn mikið um praktík og útlit.“ Töff og elegant útkomaSvartbæsaða eikin gefur eldhúsinu virkilega svalt yfirbragðMynd/Guðfinna MagnúsdóttirSæja er ánægð með útkomuna sem er bæði töff og elegant. „Skipulagið virkar vel og smáatriðin, eins og barskápurinn með spegil innst, kemur skemmtilega út. Veggeiningarnar eru svartbæsuð eik og eyjan var sprautuð koksgrá og smíðað af HBH innréttingum. Ég valdi svo borðplötu út graffite-marmara til að brjóta þetta aðeins upp, hún kemur frá Fígaró,“ segir Sæja svo, spurð út í innréttingar eldhússins og þessa tilkomumiklu borðplötu sem prýðir eldhúsið. Gólfefnið tengir eldhúsið og borðstofuna saman og setur skemmtilegan svip á rýmið. „Gólfið í íbúðinni var mjög fallegt í svokölluðu „basket weave“-munstri. Við ákváðum að halda því en pússa það upp og bæsa með gráum tón. Útkoman gæti ekki verið betri. Til að tengja rýmin tvö enn frekar saman var ákveðið að setja braut alveg yfir gluggana upp í loft og hvítar gardínur í hörstíl voru settar upp sem gefur rýminu mýkt.“ Sæja er svo sannarlega með eftirtektaverðan stíl og áhugasamir geta kynnt sér verk Sæju nánar á vef hennar, www.sid.is. Hús og heimili Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir tók nýverið í gegn eldhús og útkoman er vægast sagt glæsileg. Nýja eldhúsið er gjörólíkt því upprunalega enda var innréttingunum skipt út og veggir rifnir niður. Sæbjörg, eða Sæja eins og hún er gjarnan kölluð, sá mikla möguleika í gamla rýminu.„Húsið er afskaplega fallegt í „midcentury“-stíl og því læddist smá Mad Men fílingur í rýmið með leynihurð og barskáp. Skáparnir voru komnir til ára sinna og því þurftu þeir að fara. Svo vildum við opna betur inn í borðstofu og þess vegna var veggurinn rifinn.“ Spurð út í hvort hún hafi fengið frjálsar hendur í þessu verkefni segir Sæja: „Eigendurnir voru með nokkuð skýrar hugmyndir um hvað þau vildu gera en voru alveg opin fyrir mínum hugmyndum líka. Þetta var því góð samvinna.“Borðplatan sem varð fyrir valinu er út graffite-marmara.Mynd/Guðfinna MagnúsdóttirEigendum eldhússins þykir gaman að halda veislur og bjóða heim og því vildu þau hafa vínkæli í eyjunni. „Þá fannst mér „möst“ að hafa barskáp til að geyma fallegu glösin og fleira og hann setur alveg punktinn yfir i-ið í þessu rými. Barskápurinn er með fellihurð sem tekur minna pláss og getur því verið opinn að vild. Út í enda, á háu skápunum þar sem bakaraofnarnir eru, er svo leynihurð niður á neðri hæðina sem kemur mjög vel út. Í stað þess að hafa venjulega hurð var ákveðið að hurðin myndi falla inn í innréttinguna og trufla því ekki heildarmyndina,“ segir Sæja sem lagði mikla áherslu á að innréttingarnar væru bæði praktískar og smart á sama tíma. Að sögn Sæju er fólk farið að sækja í lokaðar innréttingar í auknum mæli. „Eftir að opin rými fóru að einkenna heimili meira hafa lokaðar innréttingar orðið vinsælli. Að geta lokað á mesta dótið er mjög gott. Þetta snýst jafn mikið um praktík og útlit.“ Töff og elegant útkomaSvartbæsaða eikin gefur eldhúsinu virkilega svalt yfirbragðMynd/Guðfinna MagnúsdóttirSæja er ánægð með útkomuna sem er bæði töff og elegant. „Skipulagið virkar vel og smáatriðin, eins og barskápurinn með spegil innst, kemur skemmtilega út. Veggeiningarnar eru svartbæsuð eik og eyjan var sprautuð koksgrá og smíðað af HBH innréttingum. Ég valdi svo borðplötu út graffite-marmara til að brjóta þetta aðeins upp, hún kemur frá Fígaró,“ segir Sæja svo, spurð út í innréttingar eldhússins og þessa tilkomumiklu borðplötu sem prýðir eldhúsið. Gólfefnið tengir eldhúsið og borðstofuna saman og setur skemmtilegan svip á rýmið. „Gólfið í íbúðinni var mjög fallegt í svokölluðu „basket weave“-munstri. Við ákváðum að halda því en pússa það upp og bæsa með gráum tón. Útkoman gæti ekki verið betri. Til að tengja rýmin tvö enn frekar saman var ákveðið að setja braut alveg yfir gluggana upp í loft og hvítar gardínur í hörstíl voru settar upp sem gefur rýminu mýkt.“ Sæja er svo sannarlega með eftirtektaverðan stíl og áhugasamir geta kynnt sér verk Sæju nánar á vef hennar, www.sid.is.
Hús og heimili Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira