Sport

Snýr aftur eftir hnífaárás innbrotsþjófa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petra Kvitova hefur verið ein besta tenniskona heims um árabil.
Petra Kvitova hefur verið ein besta tenniskona heims um árabil. Vísir/Getty
Petra Kvitova er í fyrsta sinn farin að æfa með tennisspaða í höndinni eftir alvarlega hnífaárás sem átti sér stað á heimili hennar í Tékklandi í lok síðast árs.

Innbrotsþjófur stakk Kvitovu, sem var áður í efsta sæti á heimslistanum í tennis, í handlegginn en Kvitova varð hlaut skaða í sinum og taugum.

„Ég vona að þessi mynd geri ykkur jafn hamingjusöm og mig,“ skrifaði hún við mynd sem hún birti af sér á Instragram og má sjá hér fyrir neðan. „Ég er komin aftur á tennisvöllinn og byrjuð að slá.“

Opna franska meistaramótið í tennis hefst 28. maí og hefur Kvitova skráð sig til leiks en óvíst er hvort hún muni taka þátt í mótinu.


Tengdar fréttir

Petra Kvitova: Heppin að vera á lífi

Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova verður frá í þrjá mánuði eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×