10% samdráttur í bílasölu í apríl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 09:07 Þó samdráttur hafi orðið í sölu bíla í apríl er aukningin á árinu 14,1%. Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent
Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent