Tesla lækkar verð á Model S 75 um 5.000 dollara Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 12:46 Tesla Model S. Þegar Tesla lækkar verð á sínum bílum er það gert án upphrópana, heldur sjást lækkanirnar einungis á heimasíðu Tesla. Fyrir skömmu lækkaði einmitt Tesla verð um 5.000 dollara á ódýrustu gerð Model S bílsins, sem er með 75 kwh rafhlöðu. Hann kostar nú 69.500 og lækkaði úr 74.500 dollurum. Því má nú fá þennan lúxusbíl á 7,7 milljónir króna og er í leiðinni ódýrasta gerð hans eftir að tesla hætti að bjóða Model S með 60 kWh rafhlöðu. Tesla lækkaði í leiðinni verð á Model S 75D og 90D og kostar hinn síðarnefndi nú 87.500 dollara. Auk lækkunarinnar hefur Tesla bætt við búnaði í Model S 75 bílinn sem ekki var að finna í eldri gerð hans. Það eru þó ekki bara verðlækkanir í kortunum hjá Tesla því fyrirtækið mun hækka verðið á næstunni á bæði Model S og Model X bílunum með 100 kWh rafhlöður og mun Model S 100D kosta 97.500 dollara og hækka um 2.500 dollara, en Model X bíllinn hækkar um 1.000 dollara. Model X P100D mun hinsvegar hækka meira, eða úr 135.500 í 145.000 dollara. Ef til vill eru þessar vrðbreytingar hjá Tesla til að bregðast við minni eftirspurn eftir þeim bílum Tesla sem eru með aflminni rafhlöðurnar, en flestir kaupendur kjósa sér frekar þá bíla sem eru með aflmeiri rafhlöðum og í því ljósi hætti Tesla t.d. framleiðslu Model S 60 bílsins sem var með minnstu rafhlöðunni. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent
Þegar Tesla lækkar verð á sínum bílum er það gert án upphrópana, heldur sjást lækkanirnar einungis á heimasíðu Tesla. Fyrir skömmu lækkaði einmitt Tesla verð um 5.000 dollara á ódýrustu gerð Model S bílsins, sem er með 75 kwh rafhlöðu. Hann kostar nú 69.500 og lækkaði úr 74.500 dollurum. Því má nú fá þennan lúxusbíl á 7,7 milljónir króna og er í leiðinni ódýrasta gerð hans eftir að tesla hætti að bjóða Model S með 60 kWh rafhlöðu. Tesla lækkaði í leiðinni verð á Model S 75D og 90D og kostar hinn síðarnefndi nú 87.500 dollara. Auk lækkunarinnar hefur Tesla bætt við búnaði í Model S 75 bílinn sem ekki var að finna í eldri gerð hans. Það eru þó ekki bara verðlækkanir í kortunum hjá Tesla því fyrirtækið mun hækka verðið á næstunni á bæði Model S og Model X bílunum með 100 kWh rafhlöður og mun Model S 100D kosta 97.500 dollara og hækka um 2.500 dollara, en Model X bíllinn hækkar um 1.000 dollara. Model X P100D mun hinsvegar hækka meira, eða úr 135.500 í 145.000 dollara. Ef til vill eru þessar vrðbreytingar hjá Tesla til að bregðast við minni eftirspurn eftir þeim bílum Tesla sem eru með aflminni rafhlöðurnar, en flestir kaupendur kjósa sér frekar þá bíla sem eru með aflmeiri rafhlöðum og í því ljósi hætti Tesla t.d. framleiðslu Model S 60 bílsins sem var með minnstu rafhlöðunni.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent