Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. maí 2017 09:08 Filippus er 95 ára gamall Vísir/Getty Filippus prins hefur tilkynnt að hann muni hætta öllum opinberum erindagjörðum í haust. Filippus, sem mun fagna 96 ára afmæli sínu í næsta mánuði, ákvað sjálfur að stíga til hliðar og nýtur stuðnings eiginkonu sinnar. Hann mun sinna öllum skyldum sínum þangað til í ágúst þegar hann hættir formlega afskiptum af opinberum skyldum krúnunnar. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar með hátt settu starfsfólki bresku krúnunnar í Buckingham höll í morgun. Orðrómur fór á kreik í morgun um að prinsinn væri látinn, meðal annars eftir að breski miðillinn The Sun birti óvart frétt um andlát hans. Filippus var í gær viðstaddur vígslu nýrrar krikketstúku og sagði þar einn af sínum uppáhalds bröndurum um að hann sé heimsins dýrasti minnisvarðaafhjúpari. Filippus vann alls 110 daga árið 2016 og er hann fimmti uppteknasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann er meðlimur, formaður eða velunnari 780 samtaka. Hann mun áfram leggja nafn sitt við samtökin og líklega mun hann velja að koma fram endrum og eins en ekki jafn oft og áður. Filippus og Elísabet héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í Nóvember síðastliðnum. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt. Hún mun halda áfram starfi sínu af fullum krafti, samkvæmt Buckinghamhöll. Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Filippus prins hefur tilkynnt að hann muni hætta öllum opinberum erindagjörðum í haust. Filippus, sem mun fagna 96 ára afmæli sínu í næsta mánuði, ákvað sjálfur að stíga til hliðar og nýtur stuðnings eiginkonu sinnar. Hann mun sinna öllum skyldum sínum þangað til í ágúst þegar hann hættir formlega afskiptum af opinberum skyldum krúnunnar. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar með hátt settu starfsfólki bresku krúnunnar í Buckingham höll í morgun. Orðrómur fór á kreik í morgun um að prinsinn væri látinn, meðal annars eftir að breski miðillinn The Sun birti óvart frétt um andlát hans. Filippus var í gær viðstaddur vígslu nýrrar krikketstúku og sagði þar einn af sínum uppáhalds bröndurum um að hann sé heimsins dýrasti minnisvarðaafhjúpari. Filippus vann alls 110 daga árið 2016 og er hann fimmti uppteknasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann er meðlimur, formaður eða velunnari 780 samtaka. Hann mun áfram leggja nafn sitt við samtökin og líklega mun hann velja að koma fram endrum og eins en ekki jafn oft og áður. Filippus og Elísabet héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í Nóvember síðastliðnum. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt. Hún mun halda áfram starfi sínu af fullum krafti, samkvæmt Buckinghamhöll. Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira