Síða hárið fær að fjúka í sumar Elín Albertsdóttir skrifar 4. maí 2017 14:00 Daníel Örn, eða Danni, hárgreiðslumeistari. Myndin er úr þættinum Heimsókn á Stöð 2. Síða hárið sem einkennt hefur tísku síðustu ára fær að fjúka fyrir sumarið. Nú á hárið að vera í axlasídd, frjálslegt með ljósum og mjúkum tónum. Stjörnurnar í Hollywood eru hver af annarri að breyta hárgreiðslunni. Daníel Örn Hinriksson, hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Senter, segist verða mikið var við að konur vilji breytingu. „Það er eins og einhver ferskur blær hafi komið yfir okkur og síða hárið fær að fjúka. Ég fór að taka eftir þessum breytingum eftir áramótin. Allt þetta síða, mikla hár sem er búið að vera í tísku og leit út fyrir að vera ólitað og óklippt fær núna meðhöndlun með skærunum. Það er engin spurning að hárið verður styttra í sumar, frjálslegra og með ljósum og gylltum mjúkum tónum. Núna eiga strípurnar að fara niður í rót. Einnig hefur aukist að beðið sé um aflitaðar strípur sem ekki hafa verið lengi,“ segir Daníel og bætir við að allar stuttar, flottar línur séu mjög vinsælar í dag. „Klippingar, til dæmis stuttar í hnakkann en með lengd í toppnum eru að koma mikið inn hjá okkur. Við hárgreiðslufólk fögnum því að fá aftur svona alvöru klippingar og línur,“ segir Daníel. „Toppurinn er oft jafn síður og hárið en það er einnig flott að láta hann líta út eins og „gamlan“ topp en þá fellur hann vel inn í hárið. Það er eins og hann sé aðeins úr sér vaxinn. Það er minna um beina toppa,“ segir hann. „Annars má segja að allt sé í tísku í klippingum, þetta fer svoldið eftir hvað passar andlitsfallinu. Hér áður fyrr voru allir með eins klippingu, ef Jennifer Aniston klippti hárið stutt vildu allir vera með stutt eins og hún. Jennifer hafði gríðarlega áhrif á tískuna. Núna er meira frjálsræði í tískunni,“ segir Daníel. Hann segir að mikil aukning sé í permanenti hjá yngri herrum. Það sé nýtt í herrahártískunni. „Strákar vilja vera vel klipptir með létta liði og vel snyrt skegg. Það er fjölbreytni í hártískunni hjá strákunum eins og stelpunum og fólk vill breytingu.“ Myndir hafa birst á erlendum netsíðum sem sýna stjörnur á borð við Kim Kardashian, Victoriu Beckham, Rose Leslie, Chloe Grace Moretz, Lea Seydoux, Bellu Hadid, Anne Hathaway og margar aðrar frægar konur sem hafa klippt síða hárið. Það ætti því að vera í lagi að huga að breytingu fyrir sumarið. Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
Síða hárið sem einkennt hefur tísku síðustu ára fær að fjúka fyrir sumarið. Nú á hárið að vera í axlasídd, frjálslegt með ljósum og mjúkum tónum. Stjörnurnar í Hollywood eru hver af annarri að breyta hárgreiðslunni. Daníel Örn Hinriksson, hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Senter, segist verða mikið var við að konur vilji breytingu. „Það er eins og einhver ferskur blær hafi komið yfir okkur og síða hárið fær að fjúka. Ég fór að taka eftir þessum breytingum eftir áramótin. Allt þetta síða, mikla hár sem er búið að vera í tísku og leit út fyrir að vera ólitað og óklippt fær núna meðhöndlun með skærunum. Það er engin spurning að hárið verður styttra í sumar, frjálslegra og með ljósum og gylltum mjúkum tónum. Núna eiga strípurnar að fara niður í rót. Einnig hefur aukist að beðið sé um aflitaðar strípur sem ekki hafa verið lengi,“ segir Daníel og bætir við að allar stuttar, flottar línur séu mjög vinsælar í dag. „Klippingar, til dæmis stuttar í hnakkann en með lengd í toppnum eru að koma mikið inn hjá okkur. Við hárgreiðslufólk fögnum því að fá aftur svona alvöru klippingar og línur,“ segir Daníel. „Toppurinn er oft jafn síður og hárið en það er einnig flott að láta hann líta út eins og „gamlan“ topp en þá fellur hann vel inn í hárið. Það er eins og hann sé aðeins úr sér vaxinn. Það er minna um beina toppa,“ segir hann. „Annars má segja að allt sé í tísku í klippingum, þetta fer svoldið eftir hvað passar andlitsfallinu. Hér áður fyrr voru allir með eins klippingu, ef Jennifer Aniston klippti hárið stutt vildu allir vera með stutt eins og hún. Jennifer hafði gríðarlega áhrif á tískuna. Núna er meira frjálsræði í tískunni,“ segir Daníel. Hann segir að mikil aukning sé í permanenti hjá yngri herrum. Það sé nýtt í herrahártískunni. „Strákar vilja vera vel klipptir með létta liði og vel snyrt skegg. Það er fjölbreytni í hártískunni hjá strákunum eins og stelpunum og fólk vill breytingu.“ Myndir hafa birst á erlendum netsíðum sem sýna stjörnur á borð við Kim Kardashian, Victoriu Beckham, Rose Leslie, Chloe Grace Moretz, Lea Seydoux, Bellu Hadid, Anne Hathaway og margar aðrar frægar konur sem hafa klippt síða hárið. Það ætti því að vera í lagi að huga að breytingu fyrir sumarið.
Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira