Helgi Pé og frú flutt til Danmerkur Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 08:16 Helgi Pétursson segir það ekki svo að hann sé að flýja land vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart kröppum kjörum eldri borgara. Það standi einfaldlega til að hafa gaman. visir/anton „Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira