Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í bígerð: „Verðum að sameinast í þetta stóra verkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2017 11:17 Skrifað var undir samstarfsyfirlýsinguna í ráðherrabústaðinum í dag. Vísir/Eyþór Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaráætlunar Íslands í loftslagsmálum. Áætlunin á að liggja fyrir í lok ársins. Markmið áætlunarinnar er að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaðaðila og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Auk Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita samstarfsyfirlýsinguna Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skrifað var undir yfirlýsinguna á blaðamannafundi í dag og sagði Bjarni að ástæða þess að svo mörg ráðuneyti komi að starfinu sé sú að taka þurfti heildstætt á málinu. Sagði hann þó að þetta væri ekki verkefni sem ráðuneyti og stofnanir ríkisis gætu ein leyst, fyrirtæki og heimili þyrftu að koma að máli. Undir þetta tók Björt en hún og Bjarni muni leiða samstarfið. „Það er mikilvægast að við fáum atvinnulífið og almenning til þess að vinna þetta með okkur. Loftslagsmálin eru ekki eitthvað sem við eigum að vera að kítast um. Við getum talað um leiðir en við verðum að sameinast í þetta stóra verkefni,“ sagði Björt. Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar má nálgast hér að neðan. Loftslagsmál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaráætlunar Íslands í loftslagsmálum. Áætlunin á að liggja fyrir í lok ársins. Markmið áætlunarinnar er að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaðaðila og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Auk Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita samstarfsyfirlýsinguna Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skrifað var undir yfirlýsinguna á blaðamannafundi í dag og sagði Bjarni að ástæða þess að svo mörg ráðuneyti komi að starfinu sé sú að taka þurfti heildstætt á málinu. Sagði hann þó að þetta væri ekki verkefni sem ráðuneyti og stofnanir ríkisis gætu ein leyst, fyrirtæki og heimili þyrftu að koma að máli. Undir þetta tók Björt en hún og Bjarni muni leiða samstarfið. „Það er mikilvægast að við fáum atvinnulífið og almenning til þess að vinna þetta með okkur. Loftslagsmálin eru ekki eitthvað sem við eigum að vera að kítast um. Við getum talað um leiðir en við verðum að sameinast í þetta stóra verkefni,“ sagði Björt. Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar má nálgast hér að neðan.
Loftslagsmál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira