Fjölnir vann stórsigur, 6-0, á liði Hvíta Riddarans í Borgunarbikar kvenna og er komið í næstu umferð. Mörk Fjölnis í leiknum skoruðu þær Lára Marý Lárusdóttir, Ásta Sigrún Friðriksdóttir, Rósa Pálsdóttir (2), Lilja Nótt Lárusdóttir og Vala Kristín Theódórsdóttir.
HK/Víkingur vann sömuleiðis 6-0 þegar Álftanes kom í heimsókn. Laufey Elísa Hlynsdóttir skoraði þrennu, Milena Pesic skoraði tvö mörk og Karólína Jack eitt.
Þá vann ÍR 2-1 sigur á Gróttu á Seltjarnanesi og Þróttur R. vann 1-0 sigur á Víkingi í Ólafsvík með marki Sóleyjar Maríu Steinarsdóttur.
Stórsigrar hjá Fjölni og HK/Víking

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti