Sannkölluð diskóveisla í Hörpu í boði Kool and the Gang 9. maí 2017 12:30 Kool & the Gang hefur slegið í gegn með hverjum slagaranum á fætur öðrum síðan sveitin var stofnuð. NORDICPHOTOS/GETTY Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“ Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“
Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira