Sannkölluð diskóveisla í Hörpu í boði Kool and the Gang 9. maí 2017 12:30 Kool & the Gang hefur slegið í gegn með hverjum slagaranum á fætur öðrum síðan sveitin var stofnuð. NORDICPHOTOS/GETTY Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“ Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Sjá meira
Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“
Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Sjá meira