Advocaat og Gullit taka við hollenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 10:00 Dick Advocaat og Jose Mourinho. Vísir/Getty Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira