Advocaat og Gullit taka við hollenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 10:00 Dick Advocaat og Jose Mourinho. Vísir/Getty Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira