Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 08:49 Donald Trump fór mikinn á fundinum í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00