Rashford skaut United áfram í undanúrslit | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 21:30 Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Marcus Rashford hetja United en hann skoraði sigurmarkið á 107. mínútu. United náði forystunni á 10. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti. Sofiane Fanni jafnaði metin í 1-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. United sótti linnulítið í seinni hálfleiknum og framlengingunni en gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna. Rashford tókst það þó á endanum og 2-1 sigur United staðreynd. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála.21:32: Leik lokið! United er komið áfram eftir tvo hörkuleiki. Rashford gerði gæfumuninn í kvöld.21:30: Martial skorar en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.21:27: Acheampong í úrvalsfæri en nær engum krafti í skallann og Romero ver.21:21: Pogba í dauðafæri en skotið er slakt og Rubén ver.21:18: MARK!!! Rashford skorar og kemur United yfir! Blind með langan bolta á Fellaini sem skallar boltann fyrir Rashford sem kemur honum í markið.21:16: Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.21:10: Pogba skorar en búið að dæma brot á Fellaini.21:01: Rashford með rabona-fyrirgjöf og Pogba klippir svo boltann á lofti en í varnarmann.20:59: Anthony Martial kemur inn á fyrir Zlatan. Tækifæri fyrir Frakkann að sýna sig og sanna.20:57: Það þarf að framlengja þrjá af fjórum leikjum kvöldsins. Eina liðið sem er komið áfram er Celta sem vann Genk 4-3 samanlagt.20:54: Venjulegum leiktíma lokið og við erum á leið í framlengingu. Zlatan liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.20:51: Flott sókn hjá United endar með skoti frá Rashford í hliðarnetið.20:44: Michael Carrick finnur Zlatan sem skýtur framhjá úr dauðafæri. Verður United-mönnum refsað fyrir að nýta ekki færin?20:40: Pogba skýtur yfir af örstuttu færi. Þetta ætlar ekki að ganga hjá heimamönnum.20:33: Zlatan Ibrahimovic í dauðafæri en Rubén ver.20:31: Rashford sleppur aleinn í gegn, reynir að leika á Rubén en missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.20:27: Rashford með skot framhjá úr ágætis stöðu. Á að gera betur þarna.20:12: Shaw með sprett upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Lingard rétt missir af.20:07: Seinni hálfleikurinn á Old Trafford er hafinn.19:52: Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan 1-1.19:44: Pogba með góða sendingu á Shaw sem er í ágætis færi en skotið er laust og beint á Rubén.19:36: MARK!!! Sofiane Fanni skorar og jafnar metin í 1-1! Tekur frákastið eftir skot Yoeri Tielemans sem fór í slána. Belgarnir hafa verið líklegir og nú er markið komið.19:27: Marcos Rojo er meiddur og borinn af velli. Daley Blind kemur í hans stað.19:26: Frank Opoku Acheampong í dauðafæri en Sergio Romero ver í horn!19:17: Paul Pogba með skalla sem Rubén ver í slánna og yfir. Jesse Lingard á svo skot sem Spánverjinn ver. Hann er í yfirvinnu í markinu.19:14: MARK!!! Marcus Rashford kemur boltanum á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með góðu skoti! Armeninn skoraði einnig í fyrri leiknum.19:05: Leikurinn er hafinn!18:48: Ander Herrera, sem var svo frábær í sigri United á Chelsea á sunnudaginn, er á bekknum í kvöld. Mourinho segir að hann geti einfaldlega ekki spilað alla leiki.18:27: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum. Luke Shaw kemur inn fyrir Mateo Darmian.18:25: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá seinni leik Manchester United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og United dugir því markalaust jafntefli til að komast áfram. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Marcus Rashford hetja United en hann skoraði sigurmarkið á 107. mínútu. United náði forystunni á 10. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti. Sofiane Fanni jafnaði metin í 1-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. United sótti linnulítið í seinni hálfleiknum og framlengingunni en gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna. Rashford tókst það þó á endanum og 2-1 sigur United staðreynd. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála.21:32: Leik lokið! United er komið áfram eftir tvo hörkuleiki. Rashford gerði gæfumuninn í kvöld.21:30: Martial skorar en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.21:27: Acheampong í úrvalsfæri en nær engum krafti í skallann og Romero ver.21:21: Pogba í dauðafæri en skotið er slakt og Rubén ver.21:18: MARK!!! Rashford skorar og kemur United yfir! Blind með langan bolta á Fellaini sem skallar boltann fyrir Rashford sem kemur honum í markið.21:16: Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.21:10: Pogba skorar en búið að dæma brot á Fellaini.21:01: Rashford með rabona-fyrirgjöf og Pogba klippir svo boltann á lofti en í varnarmann.20:59: Anthony Martial kemur inn á fyrir Zlatan. Tækifæri fyrir Frakkann að sýna sig og sanna.20:57: Það þarf að framlengja þrjá af fjórum leikjum kvöldsins. Eina liðið sem er komið áfram er Celta sem vann Genk 4-3 samanlagt.20:54: Venjulegum leiktíma lokið og við erum á leið í framlengingu. Zlatan liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.20:51: Flott sókn hjá United endar með skoti frá Rashford í hliðarnetið.20:44: Michael Carrick finnur Zlatan sem skýtur framhjá úr dauðafæri. Verður United-mönnum refsað fyrir að nýta ekki færin?20:40: Pogba skýtur yfir af örstuttu færi. Þetta ætlar ekki að ganga hjá heimamönnum.20:33: Zlatan Ibrahimovic í dauðafæri en Rubén ver.20:31: Rashford sleppur aleinn í gegn, reynir að leika á Rubén en missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.20:27: Rashford með skot framhjá úr ágætis stöðu. Á að gera betur þarna.20:12: Shaw með sprett upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Lingard rétt missir af.20:07: Seinni hálfleikurinn á Old Trafford er hafinn.19:52: Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan 1-1.19:44: Pogba með góða sendingu á Shaw sem er í ágætis færi en skotið er laust og beint á Rubén.19:36: MARK!!! Sofiane Fanni skorar og jafnar metin í 1-1! Tekur frákastið eftir skot Yoeri Tielemans sem fór í slána. Belgarnir hafa verið líklegir og nú er markið komið.19:27: Marcos Rojo er meiddur og borinn af velli. Daley Blind kemur í hans stað.19:26: Frank Opoku Acheampong í dauðafæri en Sergio Romero ver í horn!19:17: Paul Pogba með skalla sem Rubén ver í slánna og yfir. Jesse Lingard á svo skot sem Spánverjinn ver. Hann er í yfirvinnu í markinu.19:14: MARK!!! Marcus Rashford kemur boltanum á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með góðu skoti! Armeninn skoraði einnig í fyrri leiknum.19:05: Leikurinn er hafinn!18:48: Ander Herrera, sem var svo frábær í sigri United á Chelsea á sunnudaginn, er á bekknum í kvöld. Mourinho segir að hann geti einfaldlega ekki spilað alla leiki.18:27: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum. Luke Shaw kemur inn fyrir Mateo Darmian.18:25: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá seinni leik Manchester United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og United dugir því markalaust jafntefli til að komast áfram.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira