Rashford skaut United áfram í undanúrslit | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 21:30 Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Marcus Rashford hetja United en hann skoraði sigurmarkið á 107. mínútu. United náði forystunni á 10. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti. Sofiane Fanni jafnaði metin í 1-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. United sótti linnulítið í seinni hálfleiknum og framlengingunni en gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna. Rashford tókst það þó á endanum og 2-1 sigur United staðreynd. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála.21:32: Leik lokið! United er komið áfram eftir tvo hörkuleiki. Rashford gerði gæfumuninn í kvöld.21:30: Martial skorar en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.21:27: Acheampong í úrvalsfæri en nær engum krafti í skallann og Romero ver.21:21: Pogba í dauðafæri en skotið er slakt og Rubén ver.21:18: MARK!!! Rashford skorar og kemur United yfir! Blind með langan bolta á Fellaini sem skallar boltann fyrir Rashford sem kemur honum í markið.21:16: Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.21:10: Pogba skorar en búið að dæma brot á Fellaini.21:01: Rashford með rabona-fyrirgjöf og Pogba klippir svo boltann á lofti en í varnarmann.20:59: Anthony Martial kemur inn á fyrir Zlatan. Tækifæri fyrir Frakkann að sýna sig og sanna.20:57: Það þarf að framlengja þrjá af fjórum leikjum kvöldsins. Eina liðið sem er komið áfram er Celta sem vann Genk 4-3 samanlagt.20:54: Venjulegum leiktíma lokið og við erum á leið í framlengingu. Zlatan liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.20:51: Flott sókn hjá United endar með skoti frá Rashford í hliðarnetið.20:44: Michael Carrick finnur Zlatan sem skýtur framhjá úr dauðafæri. Verður United-mönnum refsað fyrir að nýta ekki færin?20:40: Pogba skýtur yfir af örstuttu færi. Þetta ætlar ekki að ganga hjá heimamönnum.20:33: Zlatan Ibrahimovic í dauðafæri en Rubén ver.20:31: Rashford sleppur aleinn í gegn, reynir að leika á Rubén en missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.20:27: Rashford með skot framhjá úr ágætis stöðu. Á að gera betur þarna.20:12: Shaw með sprett upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Lingard rétt missir af.20:07: Seinni hálfleikurinn á Old Trafford er hafinn.19:52: Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan 1-1.19:44: Pogba með góða sendingu á Shaw sem er í ágætis færi en skotið er laust og beint á Rubén.19:36: MARK!!! Sofiane Fanni skorar og jafnar metin í 1-1! Tekur frákastið eftir skot Yoeri Tielemans sem fór í slána. Belgarnir hafa verið líklegir og nú er markið komið.19:27: Marcos Rojo er meiddur og borinn af velli. Daley Blind kemur í hans stað.19:26: Frank Opoku Acheampong í dauðafæri en Sergio Romero ver í horn!19:17: Paul Pogba með skalla sem Rubén ver í slánna og yfir. Jesse Lingard á svo skot sem Spánverjinn ver. Hann er í yfirvinnu í markinu.19:14: MARK!!! Marcus Rashford kemur boltanum á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með góðu skoti! Armeninn skoraði einnig í fyrri leiknum.19:05: Leikurinn er hafinn!18:48: Ander Herrera, sem var svo frábær í sigri United á Chelsea á sunnudaginn, er á bekknum í kvöld. Mourinho segir að hann geti einfaldlega ekki spilað alla leiki.18:27: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum. Luke Shaw kemur inn fyrir Mateo Darmian.18:25: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá seinni leik Manchester United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og United dugir því markalaust jafntefli til að komast áfram. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Marcus Rashford hetja United en hann skoraði sigurmarkið á 107. mínútu. United náði forystunni á 10. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti. Sofiane Fanni jafnaði metin í 1-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. United sótti linnulítið í seinni hálfleiknum og framlengingunni en gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna. Rashford tókst það þó á endanum og 2-1 sigur United staðreynd. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála.21:32: Leik lokið! United er komið áfram eftir tvo hörkuleiki. Rashford gerði gæfumuninn í kvöld.21:30: Martial skorar en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.21:27: Acheampong í úrvalsfæri en nær engum krafti í skallann og Romero ver.21:21: Pogba í dauðafæri en skotið er slakt og Rubén ver.21:18: MARK!!! Rashford skorar og kemur United yfir! Blind með langan bolta á Fellaini sem skallar boltann fyrir Rashford sem kemur honum í markið.21:16: Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.21:10: Pogba skorar en búið að dæma brot á Fellaini.21:01: Rashford með rabona-fyrirgjöf og Pogba klippir svo boltann á lofti en í varnarmann.20:59: Anthony Martial kemur inn á fyrir Zlatan. Tækifæri fyrir Frakkann að sýna sig og sanna.20:57: Það þarf að framlengja þrjá af fjórum leikjum kvöldsins. Eina liðið sem er komið áfram er Celta sem vann Genk 4-3 samanlagt.20:54: Venjulegum leiktíma lokið og við erum á leið í framlengingu. Zlatan liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.20:51: Flott sókn hjá United endar með skoti frá Rashford í hliðarnetið.20:44: Michael Carrick finnur Zlatan sem skýtur framhjá úr dauðafæri. Verður United-mönnum refsað fyrir að nýta ekki færin?20:40: Pogba skýtur yfir af örstuttu færi. Þetta ætlar ekki að ganga hjá heimamönnum.20:33: Zlatan Ibrahimovic í dauðafæri en Rubén ver.20:31: Rashford sleppur aleinn í gegn, reynir að leika á Rubén en missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.20:27: Rashford með skot framhjá úr ágætis stöðu. Á að gera betur þarna.20:12: Shaw með sprett upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Lingard rétt missir af.20:07: Seinni hálfleikurinn á Old Trafford er hafinn.19:52: Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan 1-1.19:44: Pogba með góða sendingu á Shaw sem er í ágætis færi en skotið er laust og beint á Rubén.19:36: MARK!!! Sofiane Fanni skorar og jafnar metin í 1-1! Tekur frákastið eftir skot Yoeri Tielemans sem fór í slána. Belgarnir hafa verið líklegir og nú er markið komið.19:27: Marcos Rojo er meiddur og borinn af velli. Daley Blind kemur í hans stað.19:26: Frank Opoku Acheampong í dauðafæri en Sergio Romero ver í horn!19:17: Paul Pogba með skalla sem Rubén ver í slánna og yfir. Jesse Lingard á svo skot sem Spánverjinn ver. Hann er í yfirvinnu í markinu.19:14: MARK!!! Marcus Rashford kemur boltanum á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með góðu skoti! Armeninn skoraði einnig í fyrri leiknum.19:05: Leikurinn er hafinn!18:48: Ander Herrera, sem var svo frábær í sigri United á Chelsea á sunnudaginn, er á bekknum í kvöld. Mourinho segir að hann geti einfaldlega ekki spilað alla leiki.18:27: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum. Luke Shaw kemur inn fyrir Mateo Darmian.18:25: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá seinni leik Manchester United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og United dugir því markalaust jafntefli til að komast áfram.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira