Baðfylli af bruðli Hildur Björnsdóttir skrifar 21. apríl 2017 07:00 „Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar. Umhverfinu stafar bráð hætta af neyslumynstri mannskepnunnar. Við gerum engan greinarmun á þarfa og óþarfa. Neytum af hraða og græðgi. Nærtækt dæmi er ofneysla á fatnaði. Á unglingsárum hélt ég gjarnan utan – sótti klæði fyrir komandi vetur. Afkomu sumarsins nurlað saman. Verslanir þræddar af sjúkri ákefð. Tryggt skyldi ærlegt magn fyrir aurinn. Uppsóp ferðanna entist sjaldan veturinn. Klæðin þoldu illa þvott. Endingargildið lítið. En það skipti engu. Fatnaðurinn var svo ódýr. Bresku umhverfissamtökin WRAP telja hvert meðalheimili eiga fatnað sem samsvarar þyngd 100 gallabuxna. Við framleiðslu á fatamagni hvers heimilis þarf vatn sem fyllt gæti 1.000 baðkör. Fatnaðurinn skilur eftir sig kolefnisspor sem samsvarar meðalútblæstri bifreiðar við 10.000 km akstur. Vatnsbirgðir fara þverrandi. Alþjóðastofnanir áætla að brátt muni helmingur mannkyns búa við vatnsskort. Á sama tíma bruðlum við baðfyllum vatns í óþarfa fataframleiðslu – framleiðslu sem oft fer fram á vatnsþurrum svæðum. Samkvæmt WRAP mætti minnka skaðleg umhverfisáhrif fataframleiðslu með örlítið breyttu neyslumynstri. Fyrsta skrefið er aukin meðvitund. Kaup á færri – kannski dýrari – en endingarbetri klæðum. Minni sóun. Meiri gæði. Færri baðfyllir af bruðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
„Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar. Umhverfinu stafar bráð hætta af neyslumynstri mannskepnunnar. Við gerum engan greinarmun á þarfa og óþarfa. Neytum af hraða og græðgi. Nærtækt dæmi er ofneysla á fatnaði. Á unglingsárum hélt ég gjarnan utan – sótti klæði fyrir komandi vetur. Afkomu sumarsins nurlað saman. Verslanir þræddar af sjúkri ákefð. Tryggt skyldi ærlegt magn fyrir aurinn. Uppsóp ferðanna entist sjaldan veturinn. Klæðin þoldu illa þvott. Endingargildið lítið. En það skipti engu. Fatnaðurinn var svo ódýr. Bresku umhverfissamtökin WRAP telja hvert meðalheimili eiga fatnað sem samsvarar þyngd 100 gallabuxna. Við framleiðslu á fatamagni hvers heimilis þarf vatn sem fyllt gæti 1.000 baðkör. Fatnaðurinn skilur eftir sig kolefnisspor sem samsvarar meðalútblæstri bifreiðar við 10.000 km akstur. Vatnsbirgðir fara þverrandi. Alþjóðastofnanir áætla að brátt muni helmingur mannkyns búa við vatnsskort. Á sama tíma bruðlum við baðfyllum vatns í óþarfa fataframleiðslu – framleiðslu sem oft fer fram á vatnsþurrum svæðum. Samkvæmt WRAP mætti minnka skaðleg umhverfisáhrif fataframleiðslu með örlítið breyttu neyslumynstri. Fyrsta skrefið er aukin meðvitund. Kaup á færri – kannski dýrari – en endingarbetri klæðum. Minni sóun. Meiri gæði. Færri baðfyllir af bruðli.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun