Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 13:12 Marine Le Pen á góða möguleika á að komast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Vísir/EPA Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins. Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins.
Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25