Skúrir frekar en óveðursský í stjórnarsamstarfinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2017 15:24 Heimir, Svavar, Rósa og Birgir ræddu stöðuna í stjórnmálunum. Skjáskot Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan. Víglínan Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira