Eldræða þjálfarans kom Memphis í gang: „Smjattið á þessum upplýsingum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 14:00 David Fizdale er búinn að setja það sem flesti héldu að yrðu einföld sería fyrir Spurs í uppnám. vísir/getty David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira