Að breyta loðnu í lax Yngvi Óttarsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar